Sumarheimskviður - Nágrannar
19 July 2025

Sumarheimskviður - Nágrannar

Heimskviður

About
Donald Trump er ekki fyrsti forseti Bandaríkjanna sem viðrar hugmyndir um kaup á Grænlandi. Harry Truman vildi kaupa Grænland í upphafi kalda stríðsins og Andrew Johnson skoðaði hugmyndina sömuleiðis á nítjándu öld. Fljótlega eftir áramót, þegar mest fór fyrir umræðunni um ásælni Trumps í Grænland, skoðaði Birta sögulegan áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi og flókið samband Danmerkur og Grænlands. Og líka áhuga Bandaríkjamanna á Íslandi.

Svo eru að verða miklar breytingar í Færeyjum. Þeir eru farnir að gera eins og við Íslendingar og kenna sig við foreldrana og enda nöfnin á -son eða -dóttir í staðinn fyrir þessi dönsku, Jensen og Olsen og það allt saman. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallaði um þessar breytingar í febrúar, og talaði meðal annars við Hönnu í Horni, sendiherra Færeyja á Íslandi, sem eins og margir aðrir gera núna og kennir sig við heimahagana.