About
Síðastliðna tvo mánuði hafa verið sagðar margar fréttir í fjölmiðlum um viðskiptaþvinganir gegn fyrirtækinu Vélfagi á Akureyri.
Viðskiptaþvinganirnar byggja á því að fyrrverandi eigandi Vélfags er rússneska útgerðarfélagið Norebo. Útgerðin er einn stærsti kvótahafi í Evrópu, meðal annars í Noregi. Þetta fyrirtæki er talið vinna með ríkisstjórn Vladimírs Pútíns og stunda njósnir fyrir hann .
Viðskiptaþvinganir eru liður í aðgerðum Íslands, Evrópusambandsins og Noregs gegn fyrirtækjum í Rússlandi í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu.
Norebo er í eigu eins frægasta og stærsta útgerðarmanns Rússlands, Vitaly Orlov. Talið er að núverandi eigandi Vélfags, svissneskur bankamaður sem heitir Ivan Nivolai Kaufman, sé að leppa eignarhaldið á Vélfagi fyrir hann.
Þessar fréttir um Vélfag og viðskiptaþvinganirnar eru án hliðstæðu hér á landi.
Vitaly Orlovs hefur hins vegar fleiri tengingar við Ísland en í gegnum vélfag. Nöfn fyrirtækja hans hafa dúkkað upp í lánaskjölum íslenskra banka í gagnalekum og fyrirtæki hans keypti Afríkútgerð Samherja árið 2013.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Viðskiptaþvinganirnar byggja á því að fyrrverandi eigandi Vélfags er rússneska útgerðarfélagið Norebo. Útgerðin er einn stærsti kvótahafi í Evrópu, meðal annars í Noregi. Þetta fyrirtæki er talið vinna með ríkisstjórn Vladimírs Pútíns og stunda njósnir fyrir hann .
Viðskiptaþvinganir eru liður í aðgerðum Íslands, Evrópusambandsins og Noregs gegn fyrirtækjum í Rússlandi í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu.
Norebo er í eigu eins frægasta og stærsta útgerðarmanns Rússlands, Vitaly Orlov. Talið er að núverandi eigandi Vélfags, svissneskur bankamaður sem heitir Ivan Nivolai Kaufman, sé að leppa eignarhaldið á Vélfagi fyrir hann.
Þessar fréttir um Vélfag og viðskiptaþvinganirnar eru án hliðstæðu hér á landi.
Vitaly Orlovs hefur hins vegar fleiri tengingar við Ísland en í gegnum vélfag. Nöfn fyrirtækja hans hafa dúkkað upp í lánaskjölum íslenskra banka í gagnalekum og fyrirtæki hans keypti Afríkútgerð Samherja árið 2013.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson