Hringborð Norðurslóða og staðan á byggingu höfuðstöðvanna
21 October 2025

Hringborð Norðurslóða og staðan á byggingu höfuðstöðvanna

Þetta helst

About
Hringborð Norðurslóða fór fram í Hörpu í síðustu viku og um helgina. Ráðstefnan hefur verið haldin á hverju hausti frá árinu 2013.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er stjórnarformaður Hringborðsins. Hann ræðir um ráðstefnuna í ár og stöðuna á fyrirhugaðri byggingu höfuðstöðva Hringborðsins í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Yfirvöld í Reykjavík hafa úthlutað stofnun Ólafs Ragnars lóð undir húsið og er unnið að fjármögnun þess segir hann.

Húsið á að vera á milli 20 og 30 þúsund fermetrar og kosta á bilinu 14 til 21 milljarð króna.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson.