About
Fall flugfélagsins Play hefur verið stóra frétt vikunnar.
Ásakanir hafa verið settar fram um að stjórnendur Play séu að stunda kennitöluflakk og ætli sér að hefja flugrekstur á ný með hreint borð á Möltu.
Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, segir að rangfærslur og samsæriskenningar muni leiðréttast í fyllingu tímans.
Viðskipti Play við nýstofnað dótturfélag sitt, Fly Play Europe Holdco í ágúst auðvelda skuldabréfaeigendum Play hins vegar að taka maltverska starfsemi Play yfir og mögulega hefja flugrekstur að nýju.
Þrotabú Play á Íslandi mun rýna í starfsemi Play í aðdraganda gjaldþrotsins.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Ásakanir hafa verið settar fram um að stjórnendur Play séu að stunda kennitöluflakk og ætli sér að hefja flugrekstur á ný með hreint borð á Möltu.
Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, segir að rangfærslur og samsæriskenningar muni leiðréttast í fyllingu tímans.
Viðskipti Play við nýstofnað dótturfélag sitt, Fly Play Europe Holdco í ágúst auðvelda skuldabréfaeigendum Play hins vegar að taka maltverska starfsemi Play yfir og mögulega hefja flugrekstur að nýju.
Þrotabú Play á Íslandi mun rýna í starfsemi Play í aðdraganda gjaldþrotsins.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson