Barátta hrossabóndans gegn álverinu í Hvalfirði
29 August 2025

Barátta hrossabóndans gegn álverinu í Hvalfirði

Þetta helst

About
Hrossabóndinn Ragnheiður Þorgrímsdóttir segir að þöggun ríki í samfélaginu um skaðlega mengun frá álverinu í Hvalfirði. Hún hefur skrifað bók um baráttu sína gegn mengun álverins. Bókin heitir Barist fyrir veik hross: Frásögn úr grasrótinni.

Ragnheiður býr á bænum Kúludalsá í Hvalfirði. Ragnheiður hefur síðastliðin 16 ár gagnrýnt álver Norðuráls á Grundartanga vegna meintrar mengunar frá því. Hún hefur sagt að vegna flúormengunar frá álverinu þá hafi hrossin hennar veikst og að þurft hafi að lóga þeim. Í heildina er um að ræða 25 hesta.

Hún undirstrikar að eitt af vandamálunum sé að Norðurál megi gera það sem fyrirtækið er að gera. Fyrirtækið megi hafa eftirlit með sér sjálft og að það megi menga, segir hún.

Norðurál hefur alltaf hafnað gagnrýni Ragnhildar og segir að dauða hrossanna megi rekja til slæmrar umhirðu þeirra og offitu.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson