About
. Pólland hefur ekki verið nær stríðsátökum frá lokum seinna stríðs, sagði forsætisráðherra Póllands eftir að drónar frá Rússlandi voru skotnir niður í pólskri lofthelgi. Við ætlum að ræða þá stöðu sem upp er komin í Evrópu við þau Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þingmann sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, og Erling Erlingsson, hernaðarsagnfræðing en líka Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi.