03 September 2025
Forsætisráðherra um stuðning Norðurlanda og Eystrasaltsríkja við Úkraínu og formaður Framsóknarflokksins um lítið fylgi í skoðanakönnunum og sveitarstjórnarkosningar
Spegillinn
About
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að þrátt fyrir að aðstæður í Úkraínu séu skelfilegar hafi stríðið enn sýnt og sannað mikilvægi alþjóðasamstarfs. Það sem gerist í Rússlandi og Úkraínu snerti öryggi Íslands í pólitískum leik stórþjóða verði Ísland að passa að það verði ekki skilið eftir.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, viðurkennir að hann hafi áhyggjur af því að slakt gengi flokksins í síðustu þingkosningum og skoðanakönnunum smitist yfir á komandi sveitastjórnarkosningar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill leiða flokkinn út úr þeim ólgusjó sem flokkurinn er í, fór í naflaskoðun eftir síðustu þingkosningar en bendir jafnframt á hina sígildu og margtuggnu klisju - vika er langur tími í pólitík, hvað þá mánuðir og misseri.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, viðurkennir að hann hafi áhyggjur af því að slakt gengi flokksins í síðustu þingkosningum og skoðanakönnunum smitist yfir á komandi sveitastjórnarkosningar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill leiða flokkinn út úr þeim ólgusjó sem flokkurinn er í, fór í naflaskoðun eftir síðustu þingkosningar en bendir jafnframt á hina sígildu og margtuggnu klisju - vika er langur tími í pólitík, hvað þá mánuðir og misseri.