Eldfimur Kastljósþáttur, þorskkvótinn og aðstoðarmenn borgarstjóra
02 September 2025

Eldfimur Kastljósþáttur, þorskkvótinn og aðstoðarmenn borgarstjóra

Spegillinn

About
Óhætt er að segja að orðaskipti Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum 78, í Kastljósinu í gær hafi kallað fram sterk viðbrögð. Biskup, Landlæknir, atvinnuvegaráðherra og þingmenn eru í hópi þeirra sem hafa blandað sér í umræðuna á samfélagsmiðlum.

Það eru vonbrigði að hefja nýtt fiskveiðiár með tíu þúsund tonna niðurskurði í þorskafla. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þetta jafnast á við þorskveiði fimm skuttogara. Hann segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þorskstofninum og ekki síður hvort rétt sé staðið að rannsóknum.

Borgarstjóri kannast ekki við stirt starfsumhverfi á skrifstofu sinni. Tveir aðstoðarmenn hafa látið af störfum á fyrstu sex mánuðum hennar í embætti. Sá þriðji tók til starfa í dag.