“Þá var ég á stað sem ég vissi ekki að væri til” - Kolbeinn Arnbjörnsson
09 November 2025

“Þá var ég á stað sem ég vissi ekki að væri til” - Kolbeinn Arnbjörnsson

Mennska

About

Kolbeinn Arnbjörnsson er einstakur listamaður: leikari, myndlistarmaður og þúsundþjalasmiður, fyrir utan að vera faðir, kærasti og hið mesta gæðablóð. Í þessum þætti förum við í djúp samtöl um kulnun, sem Kolbein hefur reynt á eigin taugakerfi, við tölum um glansmyndirnar á samfélagsmiðlum, mataræði, sjálfsmildi og auðvitað listina. Kolbeinn er einstakur maður sem er óhræddur við að berskjalda sig og það var dásamlegt að setjast niður með honum og skilja ekkert eftir.

@kolbeinnarnbjornsson

------

Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku

Til að styrkja hlaðvarpið Mennsku: www.bjarnisnae.com/styrkja

Hægt er að nálgast bók Bjarna, sem heitir heitir Mennska, í næstu bókabúð. Hún er einnig komin á stortytel.

www.bjarnisnae.com 

Instagram: bjarni.snaebjornsson

Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor 

Tónlist: Axel Ingi Árnason

Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir