
93. Að týnast í myrkrinu. (Andleg heilsa, áskoranir, sjósund og seigla). Sigurgeir Svanbergsson
Með lífið í lúkunum
Í þættinum ræðir Erla við Sigurgeir Svanbergsson, íslenskan sjósundskappa sem lét ekki veðrið, öldurnar né marglyttur stoppa sig þegar hann lagði upp í eitt stærsta sundævintýri sem hægt er að ímynda sér, að synda yfir Ermasundið.
Markmið hans var ekki aðeins að takast á við þessa gríðarlegu áskorun heldur einnig að vekja athygli og safna áheitum fyrir Píeta samtökin, sem vinna ómetanlegt starf í forvarnar- og stuðningsstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.
Við ræddum um undirbúninginn, andlegu hliðina, kvíðann, kuldann, að týnast í myrkrinu og af hverju honum fannst mikilvægt að tengja þetta sund við málefni sem skiptir hann miklu máli. Þetta er viðtal um seiglu, tilgang og manngæsku.
Hlaðvarpið er í samstarfi við:
💙 GeoSilica - 15% afsláttur með kóðanum Heilsuerla
🌱 Spíruna - Ekki missa af Sumarsalati HeilsuErlu
🐘 Virkja - Bókaðu frítt 20 mín kynningarviðtal
💗 Þín fegurð - 2.hæð í Firðinum í hjarta Hafnarfjarðar
💦 Ungbarnasund Erlu - Töfrandi samverustundir!
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!