10 November 2025
Síungir karlmenn, Kleinudagurinn og Eiríkur Jónsson lesandi vikunnar
Mannlegi þátturinn
About
Út er komin bókin Síungir karlmenn - Innblástur, innsæi og ráð. Bókin hefur að geyma 45 hugleiðingar og hvatningu fyrir fólk af öllum kynjum að fara úr viðjum vanans, og brjóta upp eldri viðmið samfélagsins. kynjum. Með bókinni vilja höfundar ögra vanabundnum viðmiðum, ýta við hugsun og opna dyr að nýjum viðhorfum og möguleikum. Karl G Friðriksson og Sævar Kristinsson höfundar bókarinnar komu í þáttinn í dag.
Það er ekki víst að allir hafi vitað það en í dag, 10.nóvember, er Kleinudagurinn. Bollurnar eiga sinn dag, saltkjöt og baunir sinn dag, skatan, súkkulaðieggin og svo framvegis. Nú vilja Vinir kleinunnar, eins og þau kalla sig, halda kleinudaginn í fimmta sinn og heiðra kleinuna. Við heyrðum í Nikulási Ágústssyni frá Bakabaka, sem er einn vina kleinunnar, og hann sagði okkur betur frá deginum og kleinum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Eiríkur Jónsson lagaprófessor og landsréttardómari. Við fengum hann til að segja okkur hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Eiríkur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Michael J. Klarman: The Framers´ Coup - The Making of the United States Constitution.
Viðar Már Matthíasson: Endurheimt verðmæta við gjaldþrot.
Arnaldur Indriðason: Tál.
Kristín Steinsdóttir: Engill í Vesturbænum.
Hallgrímur Helgason: Sextíu kíló af kjaftshöggum.
Iðunn Steinsdóttir og Sigríður Víðis Jónsdóttir.
Tónlist í þættinum í dag:
Daglega fer mér fram / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Across the Universe / The Beatles (Lennon & McCartney)
Mangó fyrir tíu flær / Salsakommúnan (Baldvin Snær Hlynsson og Símon Karl Sigurðarson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Það er ekki víst að allir hafi vitað það en í dag, 10.nóvember, er Kleinudagurinn. Bollurnar eiga sinn dag, saltkjöt og baunir sinn dag, skatan, súkkulaðieggin og svo framvegis. Nú vilja Vinir kleinunnar, eins og þau kalla sig, halda kleinudaginn í fimmta sinn og heiðra kleinuna. Við heyrðum í Nikulási Ágústssyni frá Bakabaka, sem er einn vina kleinunnar, og hann sagði okkur betur frá deginum og kleinum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Eiríkur Jónsson lagaprófessor og landsréttardómari. Við fengum hann til að segja okkur hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Eiríkur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Michael J. Klarman: The Framers´ Coup - The Making of the United States Constitution.
Viðar Már Matthíasson: Endurheimt verðmæta við gjaldþrot.
Arnaldur Indriðason: Tál.
Kristín Steinsdóttir: Engill í Vesturbænum.
Hallgrímur Helgason: Sextíu kíló af kjaftshöggum.
Iðunn Steinsdóttir og Sigríður Víðis Jónsdóttir.
Tónlist í þættinum í dag:
Daglega fer mér fram / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Across the Universe / The Beatles (Lennon & McCartney)
Mangó fyrir tíu flær / Salsakommúnan (Baldvin Snær Hlynsson og Símon Karl Sigurðarson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON