11 November 2025
Kóresk kvikmyndahátíð, Stefán Atli kennir gervigreind og veðurspjallið með Einari
Mannlegi þátturinn
About
Við fræddumst um kóreska menningu í þættinum í dag, en fyrsta kóreska kvikmyndahátíðin á Íslandi hefst á fimmtudaginn í Bíó Paradís og stendur yfir fram á sunnudag. Kóreskt kvikmyndaefni hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin ár, kvikmyndin Parasite var valin besta kvikmyndin á óskarsverðlaunahátíðinni 2020, sjónvarpsþættirnir Squid Game slógu í gegn út um allan heim og svo er það auðvitað K-pop tónlistin sem er gríðarlega vinsæl. Mæðgurnar, Milan Chang og Rán Chang Hlésdóttir komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá hátíðinni og kóreskri menningu í dag.
Eitt af aðalorðum þessa árs er svo sannarlega orðið gervigreind. Stefán Atli Rúnarsson viðskiptafræðingur, hefur haldið fjölmörg námskeið um helstu möguleika gervigreindar og t.d. ChatGPT þar sem hann meðal annars fer yfir ýmis atriði sem geta til dæmis hjálpað til við að spara tíma í daglegu lífi. Stefán Atli er viðskiptafræðingur að mennt, sérfræðingur í markaðsmálum og mikill áhugamaður um gervigreind og hefur haldið námskeið í gervigreind fyrir hátt í 1600 manns.
Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Einar sagði okkur frá rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar, þar kom tvennt fram sem tengist loftslagsbreytingum. Annars vegar áhrif loftslags á Vegakerfið heilt yfir og hins vegar um nokkuð nýjan veruleika sumarblæðinga á vegum. Svo fór Einar með okkur yfir veðurhorfurnar fram undan, en merkileg fyrirstöðuhæð er að byggjast upp. Svo Einar að lokum yfir glænýja desemberspá frá Evrópsku reiknimiðstöðinni.
Tónlist í þættinum í dag:
Síðasta sjóferðin / Brimkló (Steve Goodman, texti Þorsteinn Eggertsson)
Moist / PPCX (Chiwon Lee, Jihan Jeon & Kiik)
Heima / Haukur Morthens (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ)
Angelía / Vilhjálmur Vilhjálmsson (W. Meisel, texti Theódór Einarsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Eitt af aðalorðum þessa árs er svo sannarlega orðið gervigreind. Stefán Atli Rúnarsson viðskiptafræðingur, hefur haldið fjölmörg námskeið um helstu möguleika gervigreindar og t.d. ChatGPT þar sem hann meðal annars fer yfir ýmis atriði sem geta til dæmis hjálpað til við að spara tíma í daglegu lífi. Stefán Atli er viðskiptafræðingur að mennt, sérfræðingur í markaðsmálum og mikill áhugamaður um gervigreind og hefur haldið námskeið í gervigreind fyrir hátt í 1600 manns.
Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Einar sagði okkur frá rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar, þar kom tvennt fram sem tengist loftslagsbreytingum. Annars vegar áhrif loftslags á Vegakerfið heilt yfir og hins vegar um nokkuð nýjan veruleika sumarblæðinga á vegum. Svo fór Einar með okkur yfir veðurhorfurnar fram undan, en merkileg fyrirstöðuhæð er að byggjast upp. Svo Einar að lokum yfir glænýja desemberspá frá Evrópsku reiknimiðstöðinni.
Tónlist í þættinum í dag:
Síðasta sjóferðin / Brimkló (Steve Goodman, texti Þorsteinn Eggertsson)
Moist / PPCX (Chiwon Lee, Jihan Jeon & Kiik)
Heima / Haukur Morthens (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ)
Angelía / Vilhjálmur Vilhjálmsson (W. Meisel, texti Theódór Einarsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON