About
Við tölum um flensuna í þætti dagsins. Umsjónarmönnum Mannlega þáttarins hafa borist fregnir af fólki sem hefur veikst nokkuð kröftuglega af inflúensu í þessum mánuði, sem okkur þykir nú full snemmt, október er rétt að verða hálfnaður. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ætlar að spjalla við okkur um inflúensu, hvernig hún hegðar sér - er hún óvenju snemma á ferðinni? Og viðbrögðin - eru bólusetningar t.d. hafnar?
Prótein virðist vera heilsuorð haustsins og aukin prótein-inntaka er eitthvað sem víða er mælt með. En í frumskógi upplýsinga er oft erfitt að finna rétt svör og þá leitar maður til fagfólksins. Þórhallur Ingi Halldórsson er prófessor við matvæla og næringarfræðideild, við spyrjum hann út í neyslu próteina og hvort hættulegt sé að borða of mikið af því.
Í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni tölum við meðal annars um kakó en kakóræktun er viðkvæm fyrir veðurfarssveiflum og breytingum. 60-70% af öllu kakói kemur frá tveimur ríkjum í Afríku og ef veður svíkur þar er umtalsverð hætta á að heimsmarkaðsverð á kakói margfaldist. Við ræðum líka um sumarveðráttuna á Íslandi og fleira.
Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir
Tónlist í þætti dagsins:
Haraldur Reynisson - Hámenningin.
Fjallabræður og Lay Low - Hvíl í ró.
Hjálmar og Prins Póló - Grillið inn.
Prótein virðist vera heilsuorð haustsins og aukin prótein-inntaka er eitthvað sem víða er mælt með. En í frumskógi upplýsinga er oft erfitt að finna rétt svör og þá leitar maður til fagfólksins. Þórhallur Ingi Halldórsson er prófessor við matvæla og næringarfræðideild, við spyrjum hann út í neyslu próteina og hvort hættulegt sé að borða of mikið af því.
Í veðurspjallinu með Einari Sveinbjörnssyni tölum við meðal annars um kakó en kakóræktun er viðkvæm fyrir veðurfarssveiflum og breytingum. 60-70% af öllu kakói kemur frá tveimur ríkjum í Afríku og ef veður svíkur þar er umtalsverð hætta á að heimsmarkaðsverð á kakói margfaldist. Við ræðum líka um sumarveðráttuna á Íslandi og fleira.
Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir
Tónlist í þætti dagsins:
Haraldur Reynisson - Hámenningin.
Fjallabræður og Lay Low - Hvíl í ró.
Hjálmar og Prins Póló - Grillið inn.