52. Hugarfarsbreyting eftir heilaæxli: 50 ára sjómaður verður Íslandsmeistari í hjólreiðum - Þorsteinn Bárðarson
23 July 2025

52. Hugarfarsbreyting eftir heilaæxli: 50 ára sjómaður verður Íslandsmeistari í hjólreiðum - Þorsteinn Bárðarson

LANGA - hlaðvarp

About

Þorsteinn Bárðarson hefur varið lífi sínu á sjónum. Hann kepptist við að vera aflamestur, fór út í öllum veðrum og tók lengri róðra en hinir með þeim afleiðingum að hann klessti á vegg og þurfti að breyta um lífsstíl til að lágmarka streitu og hámarka heilsu. Á sama tíma koma hjólreiðar inn í líf Þorsteins en hann rekur söguna af því hvernig hann náði að para saman sjómennsku og erfiðar æfingar á Snæfellsnesi, fréttirnar af því þegar hann greinist með heilaæxli sem verður til þess að hann leyfir sér að elta ástríðuna og reyna við markmiðið sem hann þorði varla að viðurkenna fyrir sjálfum sér: Að verða Íslandsmeistari í götuhjólreiðum. Þess má geta að Þorsteinn landaði titlinum fyrir fáeinum dögum síðan, fimmtíu ára gamall og 29 árum eldri en næsti maður.