
Þessi þáttur var tekinn upp í hádeginu, föstudaginn 10. október 2025. Fyrr í vikunni hafði Bitcoin náð nýjum hæðum í rétt rúmlega 126.000$. Kvöldið eftir að þátturinn var tekinn fékk rafmyntamarkaðurinn, og þá sér í lagi aðrar rafmyntir en Bitcoin, að kynnast allra hrottalegustu dýfu síðari tíma eftir tilkynningu Trumps um 100% tolla á Kína. Þegar þetta er ritað hefur markaðurinn jafnað sig talsvert, en þó ekki nærri því að fullu. Þessi þáttur fjallar eins og gefur að skilja ekki um það, þar sem þeir atburðir voru þá enn óorðnir, en það verður viðfangsefni næsta þáttar. Í þessum þætti velta Björn og Kjartan hins vegar fyrir sér þeirri spurningu hvort rafmyntamarkaðurinn sé að nálgast ofhitnun, hvað rekstrarstöðvun hins opinbera í USA þýði fyrir rafmyntamarkaðinn og margt fleira.