
10 August 2025
Trump veitir 401k lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta í rafmyntum
Hlaðvarp Myntkaupa
About
Í vikunni gaf Donald Trump út forsetatilskipun sem veitir 401k lífeyrissjóðum í Bandaríkjunum heimild til þess að fjárfesta í rafmyntum. Fjárfestar eru mjög bjartsýnir yfir fregnunum, enda sitja sjóðirnir á gríðarlegum fjármunum. Ethereum heldur ótrautt áfram með miklum látum og er gengi ETH myntarinnar yfir 4.000$ í þessum skrifuðu orðum. SEC hefur nú formlega lokið öllum málaferlum gagnvart Ripple og margt fleira sem tekið er fyrir í þessum þætti.