Stórsigur fyrir Strategy og Bitcoin - Morgan Stanley sækir um þrjá kauphallarsjóði fyrir rafmyntir
10 January 2026

Stórsigur fyrir Strategy og Bitcoin - Morgan Stanley sækir um þrjá kauphallarsjóði fyrir rafmyntir

Hlaðvarp Myntkaupa

About

Morgan Stanley Capital International (MSCI) hefur ákveðið að hætta við áform sín um að útiloka Strategy og önnur sambærileg félög frá helstu vísitölum sínum. Þetta verður að teljast stórsigur fyrir markaðinn í heild sinni enda hafa margir verið þeirrar skoðunar að þessi áform hafi verið einn helsti drifkraftur hrunsins eftirminnilega, 10. október síðastliðinn. Athygli vekur að á sama tíma tilkynnir Morgan Stanley um að bankinn hyggist setja á laggirnar þrjá kauphallarsjóði fyrir rafmyntir, Bitcoin, Ethereum og Solana. Einnig er fjallað um afskipti USA af Venesúela og margt fleira.