Solana leiðir hækkanir í september - Vaxtalækkun framundan
13 September 2025

Solana leiðir hækkanir í september - Vaxtalækkun framundan

Hlaðvarp Myntkaupa

About

Septembermánuður hefur tvímælalaust farið betur af stað en margir þorðu að vona. Aðrar rafmyntir en Bitcoin hafa staðið sig vel og ber þar helst að nefna Solana, þótt segja megi að flestar af helstu myntunum hafi hækkað talsvert frá byrjun mánaðar. Í þessum þætti er sjónum einkum beint að jákvæðri atburðarás fyrir Solana og Björn fjallar um af hverju hann reiknar með auknu fjármagnsflæði inn í Solana kerfið.