
23 August 2025
Guðlaugur Steinarr Gíslason - Hver er staða og hlutverk rafmynta í fjármálum heimsins í dag?
Hlaðvarp Myntkaupa
About
Guðlaugur Steinarr Gíslason, fjármálahagfræðingur og fjárfestingastjóri hjá Visku Digital Assets, fjallar um þróun Bitcoin og bálkakeðjutækninnar síðustu ár og hvernig staða og hlutverk rafmynta er óðum að vaxa og styrkjast í fjármálalífi heimsins í dag. Guðlaugur fjallar um hvernig Bitcoin hefur þroskast og færir rök fyrir því af hverju hann telur ólíklegt að við sjáum bjarnarmarkaði endurtaka sig með jafn ýktum hætti og við höfum hingað til kynnst í sögu. Einnig er fjallað um hlutverk og tækifærin í bálkakeðjutækninni umfram Bitcoin og margt fleira.