ETH nær hæstu hæðum frá upphafi, rétt tæplega 5.000$ - Er Solana næst?
30 August 2025

ETH nær hæstu hæðum frá upphafi, rétt tæplega 5.000$ - Er Solana næst?

Hlaðvarp Myntkaupa

About

Eftir erindi Jerome Powell í Jackson Hole 22. ágúst síðastliðinn eru greiningaraðilar sannfærðir um að vænta megi 25 punkta vaxtalækkun um miðjan september. Markaðurinn brást við með miklum hækkunum og náði Ethereum hæstu hæðum, eða rétt tæplega 5000$ og Solana hefur haldið sér yfir 200$. Bitcoin hefur hins vegar sigið niður frá því að það náði hæstu hæðum í um 124.000$ og vilja margir meina að það sé að miklu leyti rakið til þess að gömul veski hafi verið að selja talsvert magn af Bitcoin. Í þessum þætti ræða þeir félagar Björn og Kjartan hvernig atburðarás síðustu vikna blasir við þeim og hvernig haustið leggst í þá, ekki síst með tilliti til annarra rafmynta en Bitcoin.