Bitcoin fellur undir 100k og ofsafengin hræðsla grípur um sig
08 November 2025

Bitcoin fellur undir 100k og ofsafengin hræðsla grípur um sig

Hlaðvarp Myntkaupa

About

Óhætt er að segja að nautin hafi mátt muna fífil sinn fegurri á rafmyntamarkaðnum undanfarnar vikur og glæstar vonir rafmyntafjárfesta um síðasta fjórðung þessa árs hanga á bláþræði eftir látlausar lækkanir. Bitcoin er í þessum rituðu orðum rétt tæplega 102.000$ eftir rúmlega 20% fall frá toppnum og lítur út fyrir að 100k múrinn gæti fallið aftur á næstu dögum. Þá hafa aðrar rafmyntir farið mun verr út úr dýfunni. Í þessum þætti fjalla þeir félagar, Kjartan og Björn, um hvað veldur og hvort meira af því sama sé í vændum eða hvort markaðurinn sé mögulega að ná að spyrna í botninn á næstunni.