
16 August 2025
Ævintýralegar hækkanir ETH halda áfram - Ríkir meiri spenna á Wall Street gagnvart ETH en BTC?
Hlaðvarp Myntkaupa
About
Verðbólgutölur í Bandaríkjunum (CPI) komu betur út en spár gerðu ráð fyrir og brugðust markaðir vel við og greiningaaðilar reikna nú með stýrivaxtalækkun í september. Rafmyntir hafa staðið sig vel það sem af er ágúst, en óhætt er að segja að engin eign hefur haft tærnar þar sem ETH hefur hælana síðustu vikur og nálgast myntin nú óðfluga hæstu hæðir frá nóvember 2021. Í þessum þætti ræða þeir félagar sérstaklega velgengni Ethereum og spá í spilin um markaðinn í heild sinni.