Ætlar Seðlabanki Bandaríkjanna að taka rafmyntum opnum örmum?
25 October 2025

Ætlar Seðlabanki Bandaríkjanna að taka rafmyntum opnum örmum?

Hlaðvarp Myntkaupa

About

Bitcoin hefur haldið velli sæmilega vel, 100k múrinn hefur haldið samfleytt frá verðfallinu 10. október síðastliðinn. Einn stjórnarmeðlimur í stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna flutti ræðu í byrjun vikunnar þar sem hann fjallaði mjög jákvætt um crypto markaðinn og bálkakeðjutæknina og hefur markaðurinn brugðist vel við. Þá náðaði Donald Trump CZ, fyrrverandi forstjóra Binance í vikunni og hafa verið skiptar skoðanir á ágæti þeirrar ákvörðunar. Ljóst er að þangað til hið opinbera í Bandaríkjunum hefur störf að nýju verður nokkur bið eftir því að kauphallarsjóðir fyrir aðrar rafmyntir en Bitcoin og Ethereum verði starfræktir. Þetta og margt fleira í þessum þætti.